Eftir hátíðarnar er vafalaust offramboð víða á jólatrjám en Berlínarbúar hafa fundið óhefðbundna lausn við vandanum. Í dýragarðinum í Berlín hefur sú hefð myndast undanfarin ár að dýrin fá að njóta góðs af óseldum jólatrjám.

Vísundar, fílar og hreindýr voru meðal dýra sem ýmist átu eða léku sér að trjánum á nýju ári og í fyrsta sinn fengu gíraffar að bætast í hópinn. Ekki er tekið við notuðum trjám frá almenningi, til að forðast leifar af jólaskrauti og óæskilegum efnum. 

Myndin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 8. janúar 2025.