„Ríkið niðurgreiddi flug til Vestmannaeyja hjá Icelandair til ársins 2010, eða þar til Landeyjahöfn var opnuð. Við sinntum samt sem áður áætlunarflugi til Vestmannaeyja í 10 ár til viðbótar,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. Í lok september 2020 tilkynnti flugfélagið að það væri hætt að fljúga til Eyja. Það hefði reynst erfitt fyrir félagið að vera í samkeppni við niðurgreiddan Herjólf

Auk þess hefði skattlagning og ýmis gjöld á flug ekki hjálpað til í starfseminni og má þar nefna lendingargjöld, farþegaskatta og eldsneytisskatta. „Í faraldrinum minnkuðu ferðalög mikið og var þá ekki lengur forsenda fyrir því að halda fluginu áfram á viðskiptalegum grundvelli. Við greiddum stórlega með þessum almenningssamgöngum á sama tíma og Herjólfur var ríkisstyrktur.“

Í kjölfar þess að Ernir hætti að fljúga til Eyja í faraldrinum kom ríkið að borðinu, sem endaði með því að Icelandair fékk flugið úthlutað veturinn 2020- 2021. Þegar sú ráðstöfun rann út í maí 2021 ákvað Icelandair að hefja flug á markaðslegum forsendum um sumarið, sem gekk þó ekki til langs tíma.

„Það gekk ekki upp og olli okkur vissum vonbrigðum hversu lítil nýtingin var á flugferðum til Eyja, en eftirspurnin á heimamarkaðnum var minni en við bjuggumst við.“ segir Ásdís Sveinsdóttir, forstöðumaður leiðakerfis og áætlunardeildar Icelandair. Flugfélagið hætti flugferðum til Eyja í lok ágúst 2021.


Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.