Að öllu óbreyttu mun breska pundið veikjast gegn bæði dal og evru fjórðu vikuna í röð en slík samfelld gengislækkun hefur ekki átt sér stað í meira en ár.
Pundið hefur veikst um tvo og hálft sent á móti Bandaríkjadal síðastliðinn mánuð er fjárfestar færa fé yfir í öruggari eignir samkvæmt viðskiptablaði The Guardian.
Englandsbanki lækkaði vexti í síðustu viku og er von á allt að tveimur vaxtalækkunum til viðbótar fyrir árslok.
Að sögn Alex Kuptsikevich, sérfræðings á gjaldeyrismörkuðum hjá FxPro, má rekja veikingu pundsins til ákvörðunar Englandsbanka að huga að vaxtalækkunum vegna lækkandi verðbólgu.
Kuptsikevich segir að það megi þó ekki horfa fram hjá gjaldeyrisviðskiptum með evru sem hafa verið að aukast í Lundúnum. Þar sem Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki virðast ætla að taka í takti við vaxtalækkanir líta evrur út sem ágætis fjárfesting fyrir breska fjárfesta.
Evran hefur styrkt sig um 1,33% gagnvart pundinu síðastliðinn mánuð.