Að öllu ó­breyttu mun breska pundið veikjast gegn bæði dal og evru fjórðu vikuna í röð en slík sam­felld gengis­lækkun hefur ekki átt sér stað í meira en ár.

Pundið hefur veikst um tvo og hálft sent á móti Banda­ríkja­dal síðast­liðinn mánuð er fjár­festar færa fé yfir í öruggari eignir sam­kvæmt við­skipta­blaði The Guar­dian.

Eng­lands­banki lækkaði vexti í síðustu viku og er von á allt að tveimur vaxta­lækkunum til við­bótar fyrir árs­lok.

Að sögn Alex Kuptsi­kevich, sér­fræðings á gjald­eyris­mörkuðum hjá FxPro, má rekja veikingu pundsins til á­kvörðunar Eng­lands­banka að huga að vaxta­lækkunum vegna lækkandi verð­bólgu.

Kuptsi­kevich segir að það megi þó ekki horfa fram hjá gjald­eyris­við­skiptum með evru sem hafa verið að aukast í Lundúnum. Þar sem Evrópski seðla­bankinn og Eng­lands­banki virðast ætla að taka í takti við vaxta­lækkanir líta evrur út sem á­gætis fjár­festing fyrir breska fjár­festa.

Evran hefur styrkt sig um 1,33% gagn­vart pundinu síðast­liðinn mánuð.