Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, segir ekkert benda til þess að á­kvörðun for­sætis­ráð­herra Ís­lands um að leggja fram til­lögu um þing­rof hafi á­hrif á verð­bólguna næstu mánuði. Spá greiningar­deildar bankans um á­fram­haldandi hjöðnun stendur ó­breytt.

Deildar­for­seti Há­skólans á Bif­röst sagðií sam­tali við Vísi í dag að stjórnar­slitin skapi ó­vissu í efna­hags­lífinu og erfitt væri að sjá að verð­bólga hjaðni í nú­verandi á­standi.

Spurður um hvort hann telji stjórnar­slitin muni hafa þessi á­hrif, segir Jón Bjarki ekkert benda til þess. „Í sem stystu máli er ég full­kom­lega ó­sam­mála þessu,“ segir Jón Bjarki.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, segir ekkert benda til þess að á­kvörðun for­sætis­ráð­herra Ís­lands um að leggja fram til­lögu um þing­rof hafi á­hrif á verð­bólguna næstu mánuði. Spá greiningar­deildar bankans um á­fram­haldandi hjöðnun stendur ó­breytt.

Deildar­for­seti Há­skólans á Bif­röst sagðií sam­tali við Vísi í dag að stjórnar­slitin skapi ó­vissu í efna­hags­lífinu og erfitt væri að sjá að verð­bólga hjaðni í nú­verandi á­standi.

Spurður um hvort hann telji stjórnar­slitin muni hafa þessi á­hrif, segir Jón Bjarki ekkert benda til þess. „Í sem stystu máli er ég full­kom­lega ó­sam­mála þessu,“ segir Jón Bjarki.

„Ég held, og það virðist nokkuð út­breidd skoðun á mörkuðum eins og þróun morgunsins hefur sýnt okkur, að það sé ekkert sér­stakt í kortunum, annað en aukin ó­vissa, sem bendir til þess að þetta ætti að hafa á­hrif á efna­hags­þróun næstu mánaða,“ segir Jón Bjarki.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í morgun hafa verð­bólgu­væntingar á skulda­bréfa­markaði verið með kyrrum kjörum þrátt fyrir stjórnar­slit og yfir­vofandi þing­kosningar.

Að mati Jóns Bjarka er eitt að spá í spilin um hvaða á­hrif ný ríkis­stjórn hafi á hag­stjórn til lengri tíma en það breytir þó litlu um stöðuna til skamms tíma.

„Ef við horfum bara á allra næstu mánuði er hjöðnun verð­bólgu bara drifin á­fram af öðrum kröftum,“ segir Jón Bjarki.

„Það er til dæmis að það er heldur ró­legri hækkunar­taktur á í­búða­markaði. Fyrstu á­hrif af kjara­samningunum eru komin fram og við höfum séð hag­felldari tölur vera koma fram í launa­vísi­tölunni síðustu mánuði sem bendir til þess að launa­þrýstingur sé hægt og ró­lega að verða minni. Krónan hefur verið að styrkjast, verð­lag er­lendis er að ná jafn­vægi og í sem stystu máli breytir þetta ekki skoðun okkar [greiningar­deildar Ís­lands­banka] að verð­bólga verði um 5% í árs­lok,“ segir Jón Bjarki.

Máli sínu til stuðnings bendir Jón Bjarki á efna­hags­þróun í kringum síðustu upp­hlaup í pólitíkinni og segir að sér­stakar stöðu­tökur í kringum þau hafi trúlega ekki borgað sig.

„Ef við skoðum söguna, þar sem það hefur nú gengið á ýmsu í pólitíkinni undan­farinn einn og hálfan ára­tug, þá hafa á­hrifin á skamm­tíma­efna­hags­þróun ekki verið þannig að það hafi borgað sér að taka ein­hverja sér­staka stöðu þess vegna þegar svona um­brot hafa orðið.“