Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir Ísland geta notið góðs af gervigreindarbyltingunni sem nú stendur yfir en til þess þurfum við að halda rétt á spöðunum.

„Gervigreindarkapphlaupið er eitt mesta tæknikapphlaup allra tíma. Þó að það sé vissulega ekki vinsælt orð þá má líkja þessu við nútímavopnakapphlaup. Hvar þjóðir staðsetja sig og hvaða hagsmunagæslu og stefnu þær sýna í þessum málum mun hafa mikil áhrif þegar fram í sækir.“

Hún segir að það sem felist í gervigreindarkapphlaupinu sé að ríki heims keppist við að byggja upp tækni-, gagna- og fjarskiptainnviði og sækja fjárfestingu frá stóru tæknifyrirtækjunum og lykilaðilum sem stýri þróuninni.

„Það er mikið talað um gervigreind í samhengi við það hvernig við nýtum hana í okkar daglegu störfum en þetta er miklu stærra mál, og hefur áhrif á samkeppnishæfni til framtíðar, öryggishagsmuni, geópólitík og margt fleira,“ segir Sigríður. „Það sem ríki eru að gera, meðal annars hin Norðurlöndin, er að byggja upp innviði gervigreindar, sem eru meðal annars fjarskipta- og gagnatengingar, og sækja fjárfestingu á þessu sviði. Það sem önnur lönd eru líka að gera er að tryggja sér aðgang að nauðsynlegum hátæknibúnaði til að geta tekið þátt í þessari iðnbyltingu og notið góðs af henni efnahagslega.”

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði