Yfirvöld í Nevada-ríki Bandaríkjanna hafa undanfarin ár lagt áherslu á fjölbreyttara efnahagslíf en þjónustustörf eru algengust í ríkinu, ekki síst í spilavítisborginni Las Vegas.

Mikil eftirspurn er nú eftir vöruhúsum undir dreifingamiðstöðvar frá ýmsum fyrirtækjum í borginni en um þessar mundir eru vöruhús sem telja um 1,3 milljónir fermetra í byggingu og til stendur að byggja upp 3,7 milljónir fermetra til viðbótar á næstu tveimur til þremur árum.

Þá greinir New York Times frá uppbyggingu í Reno þar sem Redwood Material, sem endurvinnur meðal annars rafhlöður úr snjallsímum, hefur komið verksmiðju fyrir á 300 ekru svæði í eyðimörkinni.