© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Félag Holyoake samdi um kaup á 73,1% hlut Kjalars ehf., félags í eigu Ólafs Ólafssonar, í ISI í janúar í fyrra en hefur ekki fengið hlutabréfin afhent. Þau verða afhent þegar fullnaðargreiðsla liggur fyrir. Samhliða kaupunum var samið um að aðrir hluthafar myndu selja Holyoake sína hluti í fyrirtækinu. Holyoake hefur þegar greitt þorra þeirrar upphæðar sem samið var um að hann greiddi fyrir ISI.