Um 2.500 manns hafa keypt sína fyrstu fasteign frá því Seðlabankinn þrengdi viðmið greiðslubyrðarhámarksins verulega síðasta sumar. Það samsvarar 40% samdrætti milli ára, en hann hefur ekki verið meiri yfir sama tímabil milli ára síðan í hruninu 2008.
Alls keyptu 636 Íslendingar sína fyrstu fasteign á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eða 1,1% af heildarmannfjölda á þrítugsaldri, en báðar tölur hafa ekki verið lægri í yfir áratug.
Metið á einum fjórðungi, 1.941 fyrsti kaupandi, var slegið fyrir tveimur árum og jafngilti þá 3,5% allra Íslendinga á þrítugsaldri, sem einnig var hæsta gildi svo langt sem þær tölur ná aftur.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudaginn, 13. apríl.