„Það myndi auðvelda kjarasamningsgerðina verulega ef hún yrði farin að lækka almennilega,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, um áhrif verðbólguþróunar næstu misserin.

„Ég myndi segja að það skipti bara alveg gríðarlega miklu máli að ná henni niður,“ segir hann með ríkri áherslu á orðið „gríðarlega“.

„Það er eiginlega ekki hægt að undirstrika nógu mikið hversu miklu máli það skiptir að við sjáum það raungerast að verðbólgan komi niður og helst verulega þegar líður á árið. Flestir sjá að það eru ekki krónurnar sem slíkar sem skipta máli heldur hversu mikið fæst fyrir þær. Því minni sem verðbólgan er því auðveldara er að ná fram kaupmáttaraukningu og því ólíklegra að við missum þetta úr höndunum í einhvern verulegan óstöðugleika.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudag.