Niður­staða á­lits­gerðar LEX, sem unnin var fyrir Gildi-líf­eyris­sjóð vegna sjóð­fé­laga­lána í Grinda­vík, segir að líf­eyris­sjóðum sé ekki heimilt að af­skrifa vexti og verð­bætur með al­mennum hætti hjá lán­tökum.

Í til­kynningu frá Gildi segir að niður­staða LEX í málinu sé af­dráttar­laus en sjóðnum er heimilt að taka til sér­stakrar skoðunar ein­stak­lings­bundnar að­stæður. Í því sam­bandi er bent á að líf­eyris­sjóðum er ó­heimilt að ráð­stafa fjár­munum í öðrum til­gangi en að greiða líf­eyri.

„Gildi mun meta stöðu ein­stakra lán­tak­enda sjóðsins frá Grinda­vík og skoða sér­stak­lega hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem höllum fæti standa út frá greiðslu­getu og veð­stöðu. Staðan á svæðinu er enn um margt ó­ljós og erfitt er að meta hve­nær til slíkra að­gerða kemur. Þetta er niður­staða stjórnar Gildis sem byggir meðal annars á á­lits­gerð LEX þar sem fjallað var um heimildir líf­eyris­sjóða til al­mennra niður­fellinga vegna náttúru­ham­faranna í Grinda­vík,” segir í til­kynningu frá Gildi.

„Minnt er á að sjóðurinn hefur þegar veitt lán­tak­endum sex mánaða greiðslu­skjól. Í því felst að gjald­dögum er ein­fald­lega frestað þannig að lánið lengist um allt að sex mánuði. Frestunin hefur þar með nánast engin á­hrif á mánaðar­legar greiðslur eftir að frystingu lýkur.“

Í lög­fræði­á­liti LEX segir að lög­gjafinn hafi búið svo um hnútana að líf­eyris­sjóðum eru settar veru­legar skorður að inna af hendi fram­lög í öðrum til­gangi en að mót­taka, varð­veita og á­vaxta líf­eyri sjóð­fé­laga. Sé þetta í sam­ræmi við hið lög­bundna hlut­verk líf­eyris­sjóða að á­vaxta eignir sjóð­fé­laga sem best.

Í til­viki Gildis mæla sam­þykktir sjóðsins fyrir um það að hann megi ekki gera ráð­stafanir sem eru til þess fallnar að afla sjóð­fé­lögum ó­til­hlýði­legra hags­muna á kostnað sjóðsins.

„Ljóst er að eftir­gjöf vaxta og verð­bóta til lán­takanda í til­tekinn tíma felur í sér fjár­hags­leg verð­mæti fyrir við­komandi lán­takanda. Með því lækkar höfuð­stóll lánsins að raun­virði án þess að greitt sé inn á lánið. Lengd þess tíma­bils sem eftir­gjöf varir, verð­lags­þróun og fjár­hæð láns ráða því síðan hve mikil fjár­hags­leg verð­mæti felast í slíkri ráð­stöfun.“

Hefð­bundnar lána­stofnanir eins og bankar eru ekki háðir sömu tak­mörkunum, segir í greiningu LEX.

„Þær lána­stofnanir sem hafa til­kynnt um eftir­gjöf vaxta og verð­bóta til handa lán­tökum í Grinda­vík eru aukin­heldur hluta­fé­lög. Þau hluta­fé­lög hafa ekki með höndum það megin­hlut­verk að á­vaxta líf­eyri lands­manna.”