Launakröfur kennara samningaviðræðum við hið opinbera eru ekki í takti við nýgerða samninga á almenna vinnumarkaðnum.
Spurður hverjar launakröfur kennara séu segist Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), ekki vilja tala um kröfur heldur markmið. Markmiðið sé að jafna laun sérfræðinga í fræðslugeiranum við sérfræðinga á almenna markaðnum.
Þegar Magnús Þór er spurður hvort það komi til greina að semja á sömu nótum og gert var í Stöðugleikasamningnum á almennum vinnumarkaði svarar hann: „Kjarasamningar kennara eru hluti af markmiði KÍ að samfélagið komi að því að fjárfest verði í kennurum með það að leiðarljósi að efla fagmennsku og auka stöðugleikann í kerfinu okkar.
Í dag eru um 80% fólks við kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi án kennsluréttinda og 75% hlutfall í leikskólanum. Þessi þróun hefur verið í neikvæða átt síðustu ár og það er augljóst að er sterk vísbending um það að bregðast þurfi við."
Magnús Þór segir að kjaramsamningar á árinu 2024 þurfi að vera fyrsta skrefið í viðspyrnu við þróuninni og fjárfesting í kennurum skili bestum árangri fyrir samfélagið.
„Sá samningur þarf því að vera á forsendum KÍ og koma til móts við loforð frá 2016 sem ríki og sveitarfélög gáfu um að jafna skyldi grunnlaun milli markaða. Hvernig önnur stéttarfélög hafa lagt upp sína samninga er því ekki hluti af okkar markmiðssetningu enda við með sjálfstæðan samningsrétt.”
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.