Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 8,6% í maí á ársgrundvelli og hefur ekki mælst hærri síðan desember 1982. Wall Street Journal greinir frá.

Orkukostnaður hefur hækkað um 34,6% síðustu 12 mánuði og matvara hefur hækkað um 11,9%.

Verð á notuðum bílum hækkaði um 1,8% á milli mánaða, frá apríl til maí.

Wall Street býst við snöprum vaxtahækkunum í júní og júlí, um 0,5% í hvort sinn, og hlutabréf hafa lækkað í verði í gær og í dag. Dow Jones vísitalan er niður um 1,16% og S&P 1,33%.