Opnu söluferli Landsbankans á 35% eignarhlut í hótelkeðjunni Keahótelum er lokið án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Landsbankinn segir í tilkynningu á heimasíðu sinni að þrátt fyrir að opnu söluferli sé nú lokið sé hlutur bankans í Keahótelum áfram til sölu.
Söluferlið hófst í nóvember 2023 og í kjölfarið hófust viðræður við hæstbjóðendur. Alfa Framtak var meðal þeirra sem bauð í þriðjungshlut bankans.
Landsbankinn segir að samningar um sölu hafi ekki náðst ekki og því hafi söluferlinu verið lokið án árangurs.
Landsbankinn eignaðist 35% hlut í hótelkeðjunni í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins árið 2020.