Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq minerals, keypti 300 þúsund hluti til viðbótar í félaginu síðastliðinn föstudag.
Samkvæmt kauphallartilkynningu á Eldur núna rúmlega 9,5 milljón hluti í félaginu sem samsvarar um 2,9% eignarhlut.
Markaðsvirði eignarhlutar Elds, miðað við dagslokargengi föstudagsins, er 1,2 milljarða króna.
Eldur greiddi 1,23 kanadískra dollara á hlut í viðskiptum föstudagsins, sem samsvarar um 122,4 krónum á gengi dagsins.
Dagslokagengi Amaroq á föstudaginn var 130,25 krónur en gengið hefur hækkað um tæp 4% í viðskiptum dagsins.
Á föstudaginn greindi málmleitarfélagið frá því að samkomulag hefði náðst við eigendur breytanlegra skuldabréfa félagsins um að þeir nýttu breytirétt sinn í hlutabréf í félaginu.
Eigendur breytanlegu skuldabréfanna ákváðu að breyta öllum útistandandi höfuðstól skuldabréfanna í 33.629.068 hlutabréf á genginu 0,90 Kandadölum ásamt öllum áföllnum vöxtum í 1.293.356 hlutabréf á genginu 1,3 Kandadali.
Samkvæmt árshlutauppgjöri Amaroq um miðjan ágúst er stefnt að því að félagið verði byrjað framleiða gull fyrir árslok.
Samkvæmt uppgjörinu vinna 96 manns við Nalunaq-námuna í Grænlandi á hverjum degi og er framkvæmdum á svæðinu að mestu lokið.