Eldur Ólafs­son, for­stjóri og stofnandi Amaroq minerals, keypti 300 þúsund hluti til við­bótar í fé­laginu síðast­liðinn föstu­dag.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu á Eldur núna rúm­lega 9,5 milljón hluti í fé­laginu sem sam­svarar um 2,9% eignar­hlut.

Markaðs­virði eignar­hlutar Elds, miðað við dagslokargengi föstudagsins, er 1,2 milljarða króna.

Eldur Ólafs­son, for­stjóri og stofnandi Amaroq minerals, keypti 300 þúsund hluti til við­bótar í fé­laginu síðast­liðinn föstu­dag.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu á Eldur núna rúm­lega 9,5 milljón hluti í fé­laginu sem sam­svarar um 2,9% eignar­hlut.

Markaðs­virði eignar­hlutar Elds, miðað við dagslokargengi föstudagsins, er 1,2 milljarða króna.

Eldur greiddi 1,23 kanadískra dollara á hlut í viðskiptum föstudagsins, sem sam­svarar um 122,4 krónum á gengi dagsins.

Dagsloka­gengi Amaroq á föstudaginn var 130,25 krónur en gengið hefur hækkað um tæp 4% í viðskiptum dagsins.

Á föstu­daginn greindi málm­leitar­fé­lagið frá því að sam­komu­lag hefði náðst við eig­endur breytan­legra skulda­bréfa fé­lagsins um að þeir nýttu breyti­rétt sinn í hluta­bréf í fé­laginu.

Eig­endur breytan­legu skulda­bréfanna á­kváðu að breyta öllum úti­standandi höfuð­stól skulda­bréfanna í 33.629.068 hluta­bréf á genginu 0,90 Kanda­dölum á­samt öllum á­föllnum vöxtum í 1.293.356 hluta­bréf á genginu 1,3 Kanda­dali.

Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri Amaroq um miðjan ágúst er stefnt að því að fé­lagið verði byrjað fram­leiða gull fyrir árs­lok.

Sam­kvæmt upp­gjörinu vinna 96 manns við Nalunaq-námuna í Græn­landi á hverjum degi og er fram­kvæmdum á svæðinu að mestu lokið.