Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, var í byrjun árs sakfelld fyrir fjársvik. Beiðni hennar um endurupptöku var synjað í byrjun vikunnar.
Holmes sem ætlaði að gjörbylta blóðprufum með nýrri tækni frá fyrirtækinu Theranos var sakfelld fyrir svik í garð fjárfesta og á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm.
Dómsuppkvaðning í máli hennar verður í lok næstu viku.