Ell­ert B. Schram, fv. rit­stjóri og þingmaður, lést í nótt, 85 ára að aldri. Ell­ert fædd­ist í Reykja­vík 10. októ­ber 1939 og voru for­eldr­ar hans Björg­vin Schram, stór­kaupmaður í Reykja­vík, og Al­dís Þor­björg Brynj­ólfs­dótt­ir hús­móðir.

Á vef mbl.is kemur fram að Ellert hafi lokið embætt­is­prófi í lög­fræði frá HÍ 1966 og öðlaðist lög­manns­rétt­indi sama ár.

Ell­ert var blaðamaður á Vísi, vann á mál­flutn­ings­skrif­stofu Eyj­ólfs K. Jóns­son­ar og fleiri 1965 og 1966, var skrif­stofu­stjóri borg­ar­verk­fræðings 1966-71, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1971-79 og 1983-87, alþing­ismaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar 2007-2009 og hef­ur verið varaþingmaður, síðast árið 2019. Hann var rit­stjóri Vís­is og DV 1980-95, formaður KSÍ 1973-89, for­seti ÍSÍ 1991-97 og for­seti Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands, ÍSÍ, 1997-2006.

Ell­ert var þar að auki formaður Íslenskr­ar get­spár, rit­stjóri KR-blaðsins, Úlfljóts, Stefn­is og bók­ar­inn­ar KR, Fyrstu hundrað árin, sem var sam­in og út­gef­in í til­efni ald­araf­mæl­is KR 1999.

Hann var einnig Formaður Stúd­entaráðs HÍ, formaður SUS 1969-73, formaður full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, sat í miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins 1969-73 og 1978-81, í Rann­sókn­ar­ráði rík­is­ins 1971-80, var full­trúi Alþing­is á alls­herj­arþingi Sþ 1972, sat á þingi Alþjóðaþing­manna­sam­tak­anna 1971-79, var full­trúi Íslands í þing­manna­nefnd EFTA 1983, sat í Útvarps­ráði 1975-83 og full­trúi Alþing­is hjá Evr­ópuráðinu 2007-2008. Ell­ert sat í stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu (UEFA) 1982-86 og 1990-94, var einn af vara­for­set­um UEFA 1984-86 og gegndi áhrifa­störf­um fyr­ir UEFA allt til 2010.