Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur höfðað mál gegn Elon Musk eftir að milljarðamæringurinn sagðist ekki lengur ætla að vinna með þeim varðandi kaup hans á Twitter, sem nú þekkist sem X.

Verðbréfaeftirlitið (e. SEC) hafði beðið alríkisdómstól að skipa honum til að verða við beiðni þeirra um vitnisburð en Musk neitaði að mæta og hafa lögfræðingar hans sakað SEC um einelti.

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur höfðað mál gegn Elon Musk eftir að milljarðamæringurinn sagðist ekki lengur ætla að vinna með þeim varðandi kaup hans á Twitter, sem nú þekkist sem X.

Verðbréfaeftirlitið (e. SEC) hafði beðið alríkisdómstól að skipa honum til að verða við beiðni þeirra um vitnisburð en Musk neitaði að mæta og hafa lögfræðingar hans sakað SEC um einelti.

Málssóknin er nýjasta deilan milli Musk og SEC en hann mun einu sinni hafa sagt í sjónvarpsviðtali að hann bæri enga virðingu fyrir eftirlitsstofnuninni. SEC hóf rannsókn á 44 milljarða dala kaupum Musk á Twitter fyrir ári síðan.

SEC kannar nú hvort hlutabréfakaup Musk fyrir árið síðan og yfirlýsingarnar sem hann gaf í kjölfarið til fjárfesta hafi brotið gegn verðbréfalögum.

Elon Musk var ákærður árið 2018 fyrir að féfletta fjárfesta með því að halda því fram í tísti að hann hefði tryggt fjárfestingu innan Tesla. Seinna kom í ljós að hann hefði ýkt stöðu sína og sættist á við að greiða sekt sem takmarkaði einnig hvað hann mætti segja um fjármál sín á samfélagsmiðlum.

Dómstóll í New York úrskurðaði einnig í vikunni að Musk hafi svikið fyrrum hluthafa með því að greina ekki frá hlutabréfakaupum sínum til fjárfesta samstundis, en var hins vegar ekki kærður fyrir innherjasvik.