Borgaryfirvöld í indversku borginni Kolkata hafa tilkynnt áætlun um að útrýma notkun sporvagna í borginni. Margir íbúar borgarinnar hafa mótmælt ákvörðuninni og segja sporvagna enn þjóna mikilvægum tilgangi í samgöngukerfi borgarinnar.

Í febrúar 2023 fagnaði borgarlínukerfi Kolkata 150 ára afmæli sínu með tónlist, kökum og fegurðarskrúðgöngu gamalla sporvagna.

Borgaryfirvöld í indversku borginni Kolkata hafa tilkynnt áætlun um að útrýma notkun sporvagna í borginni. Margir íbúar borgarinnar hafa mótmælt ákvörðuninni og segja sporvagna enn þjóna mikilvægum tilgangi í samgöngukerfi borgarinnar.

Í febrúar 2023 fagnaði borgarlínukerfi Kolkata 150 ára afmæli sínu með tónlist, kökum og fegurðarskrúðgöngu gamalla sporvagna.

Borgirnar Melbourne og Kolkata reka elstu sporvagnakerfi í heiminum en sporvagnar í Melbourne byrjuðu að keyra um borgina árið 1885. Fyrstu sporvagnar heims fóru hins vegar í notkun í Kolkata árið 1873 og voru þeir þá dregnir með hestum.

Sporvögnum Kolkata hefur þó fækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Á áttunda áratug síðustu aldar voru þeir 52 talsins. Árið 2015 voru þeir ekki nema 25 og nú eru aðeins þrír eftir.

Vagnarnir eru einnig mjög gamlir og hafa ekki verið uppfærðir í mörg ár. Skiltin hafa heldur ekki breyst en á þeim eru farþegar varaðir við vasaþjófum og sagt að hringja bjöllunni aðeins einu sinni ef þeir hyggjast stoppa.