BTX Group sem á meðal annars Brand­tex, elsta tísku­hús Dan­merkur, varð gjald­þrota á dögunum en sam­kvæmt Børseneru allar líkur á að gjald­þrotum meðal danskra tísku­húsa muni halda á­fram að fjölga á næstu mánuðum.

Síðast­liðið haust varð Wood Wood, sem hefur verið eitt vin­sælasta fata­merki meðal danskra karl­manna síðast­liðna ára­tugi, gjald­þrota.

Jens Obel, með­eig­andi DK Company, sem keypti þrota­bú Wood Wood, segist eiga von á enn frekari sam­þjöppun á markaði en fjöl­mörg tísku­hús eru í miklum vand­ræðum.

„Virki­lega sorg­legt að sjá“

Móður­fé­lög Minimum, Ber­toni Group, Cu­s­tomma­de og Espi­rit eru meðal tísku­húsa sem hafa farið á hausinn í Dan­mörku síðast­liðið ár.

Nær öll fyrir­tækin höfðu verið starfandi í meira en tuttugu ár í Dan­mörku.

„Það er virki­lega sorg­legt að sjá stór og virt fyrir­tæki verða gjald­þrota en þetta eru mjög erfiðir tímar,“ segir Thomas Klausen, for­maður sam­taka danskra fata­verslana.

BTX Group, sem varð gjald­þrota í síðustu viku, á­kvað í árs­lok 2022 að kaupa 100 fata­verslanir á Ítalíu en skuld­setning fé­lagsins í kjöl­farið varð því að falli.

Jan Bru­un Jørgen­sen skipta­stjóri þrota­búsins segir í sam­tali við Børsen að á endanum vildu hvorki lána­stofnanir né eig­endur leggja fé­laginu til meira fé.