Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer gerir ráð fyrir 18% aukningu á afhendingum nýrra flugvéla á þessu ári. Á vef Reuters segir að þetta samsvari hátt í 240 farþega- og einkaþotum en eftirspurn eftir Embraer-þotum hefur aukist til muna.

Embraer afhenti 203 þotur á síðasta en árlegar afhendingar hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum og er Embraer nú þriðji stærsti flugvélaframleiðandi heims.

Flugvélaframleiðendur um allan heim, þar með talið Airbus og Boeing, hafa átt í erfiðleikum undanfarin ár með flugvélaskort, aukið öryggiseftirlit og vandamál innan aðfangakeðjunnar. Þessi vandamál hafa haft áhrif á bæði framleiðslu þeirra og afhendingartíma.

Embraer mun hins vegar koma til með að fjölga afhendingum fyrirtækisins á farþegaþotum úr 73 árið 2024 í 77 til 85 á þessu ári. Á síðasta ári afhenti félagið einnig 130 einkaþotur en í ár er búist við að þær verði á bilinu 145 til 155.

Hlutabréfaverð félagsins hefur meira tvöfaldast undanfarið ár.

Flugvélaframleiðandinn gerir ráð fyrir að tekjur félagsins verði á bilinu 7,0-7,5 milljarðar dala í ár, samanborið við 6,39 milljarða dala á síðasta ári.