Bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAi mun skipa Emmett Shear sem forstjóra en ákvörðunin kemur aðeins tveimur sólarhringum eftir uppsögn stofnanda fyrirtækisins, Sam Altman.

Stjórn OpenAi sagði Altman upp störfum síðastliðinn föstudag eftir að hafa misst traust á honum. Í millitíðinni var tæknistjóri OpenAi, Mira Murati, skipuð bráðabirgðaforstjóri.

Bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAi mun skipa Emmett Shear sem forstjóra en ákvörðunin kemur aðeins tveimur sólarhringum eftir uppsögn stofnanda fyrirtækisins, Sam Altman.

Stjórn OpenAi sagði Altman upp störfum síðastliðinn föstudag eftir að hafa misst traust á honum. Í millitíðinni var tæknistjóri OpenAi, Mira Murati, skipuð bráðabirgðaforstjóri.

Altman stofnaði fyrirtækið og gerði það meðal annars frægt með þróun gervigreindarforritsins ChatGPT. Vangaveltur voru á sveimi um helgina um það hvort hann myndi koma snúa aftur til fyrirtækisins, en nú virðist sem svo að Emmett Shear hafi tekið við.

Satya Nadella, forstjóri Microsoft, hefur einnig tilkynnt að Altman og Greg Brockman, annar meðstofnandi OpenAi sem hætti á sama tíma, myndu ganga til liðs við Microsoft til að hjálpa við þróun á gervigreind innan fyrirtækisins.

Ástæðan fyrir uppsögninni liggur ekki enn fyrir en OpenAi tilkynnti á föstudaginn að Altman hafði ekki verið hreinskilinn í samskiptum sínum við stjórnina og hindraði þar með getu hennar til að sinna störfum sínum.

Sam Altman er talinn vera einn af áhrifaríkustu persónum innan ört vaxandi kynslóðar gervigreindarsérfræðinga og segir BBC að uppsögn hans hafi ollið miklum hristingum innan iðnaðarins.