Ríkisrekna fyrirtækið Santee Cooper í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hyggst tilkynna í dag að það leiti nú að mögulegum fjárfestum til að hefja aftur framkvæmdir við kjarnorkuver sem var í byggingu til ársins 2017, þegar verkefnið var sett á ís.

Á frétt WSJ segir að orkufyrirtækið vonist eftir áhuga frá tæknirisum á borð við Amazon og Microsoft sem þurfa á hreinni orku að halda til að knýja gagnaver fyrir þróun á gervigreind.

Santee Cooper mun líklega leitast eftir fjárfestum innan byggingar- eða tæknigeirans ásamt öðrum samstarfsaðilum til að koma framkvæmdum á kjarnorkuverinu, V.C. Summer Nuclear Station í Suður-Karólínu, aftur af stað.

Þá segir einnig að þörfin sé meiri þar sem kjarnorkuframleiðandinn Westinghouse Electric Co., verktaki hjá V.C Summer, hafi orðið gjaldþrota í ár. Kjarnaofnarnir áttu þá að vera meðal þeirra fyrstu sem færu í gang í Bandaríkjunum og áttu upprunalega að hefja starfsemi árið 2019.