Írska bankasamstæðan AIB Group samþykkti í byrjun vikunnar að kaupa eigin bréf að andvirði 500 milljónir evra, eða um 77 milljarða króna, af írska ríkinu sem hefur unnið að því að losa um hlut sinn í bankanum á síðustu misserum.

Írska bankasamstæðan AIB Group samþykkti í byrjun vikunnar að kaupa eigin bréf að andvirði 500 milljónir evra, eða um 77 milljarða króna, af írska ríkinu sem hefur unnið að því að losa um hlut sinn í bankanum á síðustu misserum.

Kaupin samsvara 3,8% af útgefnu hlutafé bankans. Með endurkaupunum hefur eignarhlutur írska ríkisins í AIB nú lækkað úr 71% í 22% frá ársbyrjun 2022. Írska ríkið eignaðist AIB eftir að hafa komið honum til bjargar í fjármálahruninu árið 2008.

Forstjóri AIB segir í kauphallartilkynningu að viðskiptin séu mikilvægur áfangi í ferli bankans við að endurgjalda skattgreiðendum fyrir stuðning þeirra, auka seljanleika á hlutabréfum AIB og færa hluthafaskrá bankans nær því sem þykir eðlilegt.

Í júní sl. seldi írska ríkið tæplega 5% hlut í bankanum fyrir 593 milljónir evra með tilboðsfyrirkomulagi - líkt og stuðst var við í útboði Bankaýslu ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka í mars 2022.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 4. september.