Flugmálayfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að grípa til aðgerða í ljósi kvartana frá viðskiptavinum Wizz Air sem segjast ekki hafa fengið endurgreitt fyrir flug sem voru seinkuð eða aflýst. Aðgerðirnar gætu leitt til þess að kröfur undanfarinna sex ára verði skoðuð.
Samkvæmt breskum lögum þurfa flugfélög að bjóða viðskiptavinum upp á aðra möguleika ef flugi þeirra er aflýst en WizzAir segist vera að bæta úr stöðunni.
„Við gerðum WizzAir það ljóst á síðasta ári að framkoma þeirra við farþega væri óðvinunandi,“ segir Paul Smith, bráðabirgðastjóri breskra flugmálayfirvalda.
Í tilkynningu segir að farþegar þurfi ekki að grípa til neinna aðgerða til að fá kröfur sínar endurskoðaðar en hátt í 10.000 manns gætu fengið endurgreitt frá flugfélaginu.
„Við vitum hvað við þurfum að gera til að endurreisa traust viðskiptavina okkar og vitum hversu alvarleg staðan er upp á framtíðina að gera,“ segir Marion Geoffrey, framkvæmdastjóri WizzAir í Bretlandi.
WizzAir hefur verið í seinasta sæti meðal allra þeirra flugfélaga í Bretlandi þegar kemur að seinkunum tvö ár í röð.