Á mánu­daginn fór fram munn­legur mál­flutningur í Hæstarétti Ís­lands um mats­beiðni Þor­steins Más Bald­vins­sonar í miska­bóta­máli hans gegn Seðla­banka Ís­lands.

Í febrúar í fyrra úr­skurðaði Persónu­vernd að varðveisla Seðla­bankans á persónu­upp­lýsingum um Þor­stein hefði verið brot á lögum um persónu­vernd.

Seðla­banki Ís­lands átti að eyða gögnum í kjölfar þess að dómstólar sögðu rannsókn og sekt bankans hafa verið byggða á rangri túlkun á refsi­heimildum og að af­greiðsla og máls­með­ferð bankans hefðu ekki verið í samræmi við lög.

Seðla­bankinn gerði það þó ekki heldur af­henti héraðssaksóknara gögnin árið 2020.

„Það liggur ljóst fyrir að Seðla­bankinn braut persónu­verndar­lög. Ég bauð þeim að ljúka þessu máli með smá upp­hæð sem þeir hafna eftir að það er búið að úr­skurða um brotið. Þeir, bara eins og venju­lega, telja sig hafna yfir það sem er nefnt lög og réttur líkt og fleiri ríkis­stofnanir,“ segir Þor­steinn Már í sam­tali við Við­skipta­blaðið.

Miska­bóta­mál Þor­steins gegn bankanum hefur dregist á langinn en Seðla­banki Ís­lands ákvað nýverið að kæra úr­skurð Lands­réttar um að Þor­steinn megi dóm­kveðja mats­mann. Sem fyrr segir fór málflutningur fram í Hæstarétti á mánudaginn.

„Þetta er mjög kostnaðar­samt og það er ekki bara lög­manns­kostnaður heldur eru þeir að halda dóms­kerfinu upp­teknu sem er einnig mjög dýrt,“ segir Þor­steinn Már.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.