Endurvinnslustöð SORPU á Dalvegi 1 í Kópavogi mun loka í september næstkomandi vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð yrði á Glaðheimasvæðinu á næstu tveimur til fjórum árum.
Í árslok 2023 setti stjórn SORPU á fót starfshóp um staðarval fyrir nýja endurvinnslustöð í Kópavogi eða Garðabæ. Þegar hópurinn hóf vinnu sína stóð til að loka endurvinnslustöð SORPU á Dalvegi 1 í september 2024, en því hefur nú verið seinkað til 1. september 2025.
„Við í Kópavogi fögnum þessari niðurstöðu. Lykilatriði hjá okkur var að ný stöð yrði vel staðsett með góða tengingu við meginstofnvegi. Stöðin verður ívið stærri en sú á Dalveginum og yfirbyggð þannig að hún falli sem best inn í umhverfið. Við teljum að hér sé um að ræða góða lausn sem mun þjóna vel íbúum okkar og nærliggjandi sveitarfélögum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.
Starfshópurinn hafði meðal annars það hlutverk að greina þörf fyrir stærð og hlutverk nýrrar endurvinnslustöðvar, umferð og áhrif á nærumhverfi íbúa, fyrirtæki og útivist. Eins voru greindar út frá tímalínu nauðsynlegar skipulagsbreytingar og breytingar á vegakerfi, sem og hönnun stöðvarinnar. Jafnframt var lögð áhersla á að hægt væri að mynda skjól fyrir veðri á nýjum stað.
Tillaga starfshópsins var gerð opinber á fundi bæjarráðs Kópavogs þann 12. desember 2024 og varð Glaðheimasvæðið fyrir valinu sem ákjósanlegasti staðurinn. Lóð stöðvarinnar mun afmarkast af Arnarnesvegi og Reykjanesbraut. Þessi staðsetning var meðal annars valin vegna stærðar lóðarinnar, legu í landi, fjarlægðar frá öðrum endurvinnslustöðvum, skipulags nærliggjandi byggðar, og því að aðkoma að henni verður greið fyrir íbúa Kópavogs og Garðabæjar.
Í tilkynningu er íbúum hvatt til að nýta endurvinnslustöð SORPU við Breiðhellu í Hafnarfirði þar til nýja stöðin opnar.Tillaga starfshópsins var gerð opinber á fundi bæjarráðs Kópavogs þann 12. desember 2024 og varð Glaðheimasvæðið fyrir valinu sem ákjósanlegasti staðurinn. Lóð stöðvarinnar mun afmarkast af Arnarnesvegi og Reykjanesbraut. Þessi staðsetning var meðal annars valin vegna stærðar lóðarinnar, legu í landi, fjarlægðar frá öðrum endurvinnslustöðvum, skipulags nærliggjandi byggðar, og því að aðkoma að henni verður greið fyrir íbúa Kópavogs og Garðabæjar.
Í tilkynningu er íbúum hvatt til að nýta endurvinnslustöð SORPU við Breiðhellu í Hafnarfirði þar til nýja stöðin opnar.