Peningastefnunefnd Seðlabanka Úkraínu ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum en þeir standa nú í 13%. Síðustu þrjá fundi hafði bankinn ákveðið að lækka vexti, samtals um tvö prósentustig.

Að því er segir í frétt Bloomberg hafði bankinn gefið það til kynna í síðasta mánuði að frekara rými væri fyrir vaxtalækkun í þessum mánuði en ný verðbólgumæling fyrir júnímánuð hafði áhrif.

Verðbólga í Úkraínu hefur ekki verið meiri frá því í desember síðastliðnum en þættir á borð við veikt gengi úkraínsku hrinjunnar og aukinnar ríkisútgjalda hafa aukið verðbólguþrýsting. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði 8,5% í árslok.

Bankinn gerir nú ráð fyrir að vaxtalækkunarferlið hefjist ekki á ný fyrr en í byrjun 2025, eftir því sem verðbólgan hjaðnar. Þó gera nýjustu mælingar ráð fyrir auknum hagvexti í ár.