Á sunnudag var tilkynnt að stjórn Kviku hefði samþykkt 28,6 milljarða króna tilboð Landsbankans í TM Tryggingar. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra til að vinda ofan af kaupunum er af samtali Viðskiptablaðsins við heimildarmenn sem sitja beggja vegna borðsins ekki að sjá að nokkur leið sé til þess. Viðskiptablaðið ráðfærði sig við lögmenn sem hafa reynslu á þessu sviði og það er skilningur þeirra að heimildir til að komast undan samningi á grundvelli fyrirvara sem eiga ekki beint við séu mjög takmarkaðar. Dómaframkvæmd á Íslandi hafi verið með þeim hætti að heimildir aðila til að komast undan skuldbindandi samningnum séu túlkaðar þröngt.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði