Norski seðla­bankinn á­kvað í morgun að halda stýri­vöxtum sínum ó­breyttum í 4,5% en tók sér­stak­lega fram í fram­sýnni leið­sögn sinni að Norð­menn ættu ekki að búast við vaxta­lækkun á árinu.

Sam­kvæmt peninga­stefnu­nefnd bankans hefur verð­bólgan vissu­lega lækkað en hún er enn vel yfir verð­bólgu­mark­miði sam­hliða því að allt bendir til þess að laun muni hækka hraðar en áður á næstu misserum.

Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal.

Norski seðla­bankinn á­kvað í morgun að halda stýri­vöxtum sínum ó­breyttum í 4,5% en tók sér­stak­lega fram í fram­sýnni leið­sögn sinni að Norð­menn ættu ekki að búast við vaxta­lækkun á árinu.

Sam­kvæmt peninga­stefnu­nefnd bankans hefur verð­bólgan vissu­lega lækkað en hún er enn vel yfir verð­bólgu­mark­miði sam­hliða því að allt bendir til þess að laun muni hækka hraðar en áður á næstu misserum.

Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal.

Nefndin segist hafa á­hyggjur af því að ef vextir lækka sam­hliða launa­hækkunum muni það hafa veru­lega nei­kvæð á­hrif á verð­bólguna og því sé ó­lík­legt að vextir verði lækkaðir á árinu.

Evrópski Seðla­bankinn lækkaði vexti um 0,25% í byrjun mánaðar á meðan Eng­lands­banki hélt vöxtum ó­breyttum í 5,25% í morgun.