Björgólfur Guðmundsson er afskriftakónur Íslands en fast á hæla hans fylgir Karl Wernersson. Með persónulegu gjaldþroti Björgólfs voru 96 milljarðar afskrifaðir. Karl stelur þó fyrsta sætinu ef talin eru með þau félaga hans sem enn standa þrátt fyrir milljarða afskriftir.

Þetta kemur fram í frétt DV í dag. Þar segir jafnframt að útlit sé fyrir allt að 90 milljarða afskriftir hjá félögum tengdum Karli en skiptum á einu helsta félagi hans, Milestone, er enn ekki lokið.

Í þriðja sæti afskriftalistans er Ólafur Ólafsson með 64 milljarða króna afskriftir í gegnum samning sem hann gerði um skuldauppgjör félaga sem honum tengdust.

Í DV segir að afskriftir séu svo miklar að auðvelt væri að reka íslenska ríkið um nokkuð langt skeið fyrir upphæðina. Afskriftirnar eru flestar vegna fjárfestinga í gegnum eignarhaldsfélög sem ekki gengu sem skyldi.