Engin boð bárust í uppsetningu vindmyllugarðs á sjó í nýlegu útboði breska ríkisins á uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuframleiðslu.
Gerðir voru samningar um ný sólar- og sjávarfallaorkuver auk vindmyllugarða á þurru landi. Því hefur verið haldið fram að verðið sem greitt er fyrir rafmagn frá raforkuverum sé of lágt til þess að vindmyllugarðar á sjó geti staðið undir sér. Stjórnvöld hafa á móti sagt að alþjóðlegar verðhækkanir hafi skapað „áskoranir“ fyrir viss verkefni.