Þekktir fjár­festar úr Kísildalnum í Kali­forníu hafa sett saman pólitíska að­gerðar­nefnd (PAC) til að styrkja fram­boð Donalds Trumps til for­seta.

Sam­kvæmt Financial Times eru Joe Lons­da­le, stofnandi Palantis Technologies, vísifjár­festirinn Dou­ge Leone sem er einnig stofnandi Sequ­oia Capi­tal og Winkle­voss-tví­burarnir búnir að styrkja America PAC á síðustu dögum.

Pólitíska að­gerðar­nefndin var stofnuð í síðasta mánuði og hefur nú þegar safnað 8,7 milljónum banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 1,2 milljörðum króna á gengi dagsins.

Þekktir fjár­festar úr Kísildalnum í Kali­forníu hafa sett saman pólitíska að­gerðar­nefnd (PAC) til að styrkja fram­boð Donalds Trumps til for­seta.

Sam­kvæmt Financial Times eru Joe Lons­da­le, stofnandi Palantis Technologies, vísifjár­festirinn Dou­ge Leone sem er einnig stofnandi Sequ­oia Capi­tal og Winkle­voss-tví­burarnir búnir að styrkja America PAC á síðustu dögum.

Pólitíska að­gerðar­nefndin var stofnuð í síðasta mánuði og hefur nú þegar safnað 8,7 milljónum banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 1,2 milljörðum króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum FT stefnir Elon Musk, for­stjóri Tesla og eig­andi sam­fé­lags­miðilsins X, að því að styrkja nefndina á allra næstu dögum.

Kola­námu­jöfurinn Joe Craft og Jimmy John Li­autaud, stofnandi Jimmy Johns sam­loku­keðjunnar, gáfu 1 milljón dala hvor á meðan Ca­meron og Tyler Winkle­voss gáfu 250 þúsund dali hvort.

Kísil­dalurinn hefur lengi vel verið meðal frjáls­lyndustu svæða Banda­ríkjanna en for­stjórar tækni­fyrir­tækjanna eru sagðir vera komnir með nóg af reglu­verki og sköttum sem hafa yfir þá dunið í for­seta­tíð Joe Biden.

Trump hefur á hinn bóginn lofað að verja tjáningar­frelsi og styðja við raf­mynta­geirann sem hugnast þeim enn betur.

Trump greindi ný­verið frá því að JD Vance yrði vara­for­seta­efni sitt en Vance hefur náin tengsl við marga engla­fjár­festa í kísildalnum. Hann starfaði hjá vísi­sjóði Peter Thiel, Mit­hril Capi­tal, á árunum 2015 til 2017.

Thiel styrkti þing­fram­boð Vance árið 2022 um 15 milljónir Banda­ríkja­dali. Jacob Hel­berg, fram­kvæmda­stjóri Palantir og stuðnings­maður Trump, segir Vance vera stuðnings­mann tækni­þróunar og stuðnings­mann America First stefnunnar.