Eng­lands­banki á­kvað í morgun að halda megin­vöxtum ó­breyttum í 5,25% þrátt fyrir að verð­bólga sé komin niður í verð­bólgu­mark­mið bankans. Mun þetta vera í sjöunda sinn sem peninga­stefnu­nefnd bankans heldur vöxtum ó­breyttum en þeir hafa ekki verið hærri í 16 ár.

Verð­bólga í Bret­landi hjaðnaði úr 2,3% í 2,0% á milli mánaða og fór þar með niður í verð­bólgu­mark­mið Eng­lands­banka í fyrsta sinn í þrjú ár.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal kusu tveir af níu með­limum nefndarinnar að lækka vexti.

Sam­kvæmt WSJ hefur Eng­lands­banki á­hyggjur af verð­bólgu­þrýstingi þrátt fyrir að verð­bólgu­mark­miði var náð í maí­mánuði en lækkunina má rekja til lægra orku- og mat­væla­verðs.

Eng­lands­banki á­kvað í morgun að halda megin­vöxtum ó­breyttum í 5,25% þrátt fyrir að verð­bólga sé komin niður í verð­bólgu­mark­mið bankans. Mun þetta vera í sjöunda sinn sem peninga­stefnu­nefnd bankans heldur vöxtum ó­breyttum en þeir hafa ekki verið hærri í 16 ár.

Verð­bólga í Bret­landi hjaðnaði úr 2,3% í 2,0% á milli mánaða og fór þar með niður í verð­bólgu­mark­mið Eng­lands­banka í fyrsta sinn í þrjú ár.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal kusu tveir af níu með­limum nefndarinnar að lækka vexti.

Sam­kvæmt WSJ hefur Eng­lands­banki á­hyggjur af verð­bólgu­þrýstingi þrátt fyrir að verð­bólgu­mark­miði var náð í maí­mánuði en lækkunina má rekja til lægra orku- og mat­væla­verðs.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 3,5% í maí saman­borið við 3,9% í apríl.

Að mati bankans er lík­legt að verð­bólga muni hækka aftur á næstu mánuðum og vilja með­limir peninga­stefnu­nefndarinnar sjá fleiri um­merki um að verð­bólga sé að hjaðna í raun áður en vextir séu lækkaðir.

Næsti fundur nefndarinnar er í ágúst­mánuði og verða vextir því ó­breyttir fram að þing­kosningum í Bret­landi í júlí­mánuði.

Rishi Sunak for­sætis­ráð­herra Bret­lands og Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hafa báðir verið gagn­rýndir heima fyrir vegna hárrar verð­bólgu og vaxta.

Vonir Sunak um vaxta­lækkun fyrir kosningar eru enn úti en ó­ljóst er hvað banda­ríski seðla­bankinn gerir fyrir kosningarnar vestanahafs í haust, þó að flestir telji að hann haldi vöxtum ó­breyttum á næsta fundi sínum.