Eng­lands­banki ákvað í morgun að halda megin­vöxtum bankans óbreyttum í 4,75%.

Eng­lands­banki hefur lækkað vexti í tví­gang á árinu og sagði Andrew Bail­ey, seðla­banka­stjóri, að vextir myndu halda áfram að lækka hægt á bítandi á síðasta fundi. Þrír af níu meðlimum peninga­stefnu­nefndarinnar lögðu til 25 punkta lækkun.

Í til­kynningu frá bankanum í morgun segir að Breska hag­kerfið sé að glíma við slæma blöndu af minni hag­veti og hækkandi launum, en The Wall Street Journal greinir frá.

„Með vaxandi óvissu í efna­hags­kerfinu getum við ekki stað­fest hvenær og hversu mikið vextir munu lækka á næsta ári,“ segir Bail­ey.

Verðbólga í Bret­landi hækkaði í nóvember­mánuði en húsnæðis- og orku­verð var aðaldrif­krafturinn sem hækkaði um 10% milli mánaða.

Seðla­banki Bandaríkjanna til­kynnti í gær 0,25 pró­sentu­stiga lækkun stýri­vaxta og eru þeir nú 4,25%-4,50%. Var það þriðja vaxtalækkunin síðan í septem­ber.

Eftir ákvörðun Seðla­bankans lækkaði hluta­bréfa­verð, og ávöxtunar­kröfur ríkis­skulda­bréfa hækkuðu. Nýjar spár, sem birtar voru í dag sýna að seðla­banka­menn búast við að verðbólga verði þrálátari á næsta ári en áður var talið, hugsan­lega vegna stefnumótunar­breytinga af hálfu verðandi for­seta Donald Trump.

Spárnar benda til þess að em­bættis­menn áætli færri vaxtalækkanir, þar sem flestir gera ráð fyrir tveimur lækkunum fyrir árið 2025, saman­borið við fjórar sem áætlaðar voru í septem­ber.