Englandsbanki ákvað í morgun að halda meginvöxtum bankans óbreyttum í 4,75%.
Englandsbanki hefur lækkað vexti í tvígang á árinu og sagði Andrew Bailey, seðlabankastjóri, að vextir myndu halda áfram að lækka hægt á bítandi á síðasta fundi. Þrír af níu meðlimum peningastefnunefndarinnar lögðu til 25 punkta lækkun.
Í tilkynningu frá bankanum í morgun segir að Breska hagkerfið sé að glíma við slæma blöndu af minni hagveti og hækkandi launum, en The Wall Street Journal greinir frá.
„Með vaxandi óvissu í efnahagskerfinu getum við ekki staðfest hvenær og hversu mikið vextir munu lækka á næsta ári,“ segir Bailey.
Verðbólga í Bretlandi hækkaði í nóvembermánuði en húsnæðis- og orkuverð var aðaldrifkrafturinn sem hækkaði um 10% milli mánaða.
Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í gær 0,25 prósentustiga lækkun stýrivaxta og eru þeir nú 4,25%-4,50%. Var það þriðja vaxtalækkunin síðan í september.
Eftir ákvörðun Seðlabankans lækkaði hlutabréfaverð, og ávöxtunarkröfur ríkisskuldabréfa hækkuðu. Nýjar spár, sem birtar voru í dag sýna að seðlabankamenn búast við að verðbólga verði þrálátari á næsta ári en áður var talið, hugsanlega vegna stefnumótunarbreytinga af hálfu verðandi forseta Donald Trump.
Spárnar benda til þess að embættismenn áætli færri vaxtalækkanir, þar sem flestir gera ráð fyrir tveimur lækkunum fyrir árið 2025, samanborið við fjórar sem áætlaðar voru í september.