Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, mun segja upp þúsundum starfsmanna á næstu dögum.

Fyrirtækið sagði upp 11 þúsund manns í nóvember í fyrra, eða sem nam 13% af vinnuafli félagsins. Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, hefur lýst því yfir að árið 2023 verði „ár skilvirkni“ hjá félaginu.

Meta, sem er stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki heims, er ekki eina tæknifyrirtækið sem ráðist hefur í umfangsmiklar uppsagnir á síðustu misserum. Microsoft, Alphabet, Amazon og Twitter hafa öll sagt upp tugþúsundum starfsmanna að undanförnu.