Streymis­veitan Net­flix ber enn höfuð og herðar yfir aðrar streymis­veitur þrátt fyrir nokkra erfiða fjórðunga í fyrra. Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fyrir­tækisins fjölgaði á­skrif­endum Net­flix á öðrum árs­fjórðungi um rúm­lega 8 milljónir sem er tölu­verð aukning úr 5 milljónum á sama tíma­bili í fyrra.

Tekjur streymis­veitunnar jukust um 17% og námu 9,6 milljörðum Banda­ríkja­dala í fjórðungnum sem er mun meira en grein­endur og fyrir­tækið sjálft höfðu spáð sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Streymis­veitan Net­flix ber enn höfuð og herðar yfir aðrar streymis­veitur þrátt fyrir nokkra erfiða fjórðunga í fyrra. Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fyrir­tækisins fjölgaði á­skrif­endum Net­flix á öðrum árs­fjórðungi um rúm­lega 8 milljónir sem er tölu­verð aukning úr 5 milljónum á sama tíma­bili í fyrra.

Tekjur streymis­veitunnar jukust um 17% og námu 9,6 milljörðum Banda­ríkja­dala í fjórðungnum sem er mun meira en grein­endur og fyrir­tækið sjálft höfðu spáð sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Upp­gjörið er sagt sýna að á­kvörðun Net­flix um að bjóða upp á breyti­lega verð­skrá, eftir því hvort fólk vilji losna við aug­lýsingar eða ekki, og að rassía fyrir­tækisins gegn not­endum sem deila lykil­orði sé að bera árangur.

Hagnaður sam­stæðunnar á fjórðungnum nam 2,15 milljörðum dala sem er um 44% meira en á sama tíma­bili í fyrra. Heildar­fjöldi á­skrif­enda í lok fjórðungsins nam 277,65 milljónum ein­stak­linga á heims­vísu.

Hluta­bréfa­verð Net­flix hefur hækkað um tæp­lega 0,7% í utan­þings­við­skiptum eftir að upp­gjörið birtist.