Árs­verð­bólga í Banda­ríkjunum mældist 2,4% í septem­ber­mánuði sem er 0,1% lægri en í ágúst.

Sam­kvæmt Financial Times höfðu hag­fræðingar og greiningar­aðilar spáð því að verð­bólgan yrði 2,3% á árs­grund­velli og því er mælingin ofar spám grein­enda.

Um er þó að ræða sjötta mánuðinn í röð sem vísi­tala neyslu­verðs lækkar í Banda­ríkjunum.

Kjarna­verð­bólga sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í orku- og mat­væla­geiranum hækkaði þó milli mánaða og mældist 3,3% á árs­grund­velli. Um er að ræða 0,1% hækkun frá ágúst­mánuði.

Árs­verð­bólga í Banda­ríkjunum mældist 2,4% í septem­ber­mánuði sem er 0,1% lægri en í ágúst.

Sam­kvæmt Financial Times höfðu hag­fræðingar og greiningar­aðilar spáð því að verð­bólgan yrði 2,3% á árs­grund­velli og því er mælingin ofar spám grein­enda.

Um er þó að ræða sjötta mánuðinn í röð sem vísi­tala neyslu­verðs lækkar í Banda­ríkjunum.

Kjarna­verð­bólga sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í orku- og mat­væla­geiranum hækkaði þó milli mánaða og mældist 3,3% á árs­grund­velli. Um er að ræða 0,1% hækkun frá ágúst­mánuði.

Um er að ræða síðustu verð­bólgu­tölurnar sem verða birtar í Banda­ríkjunum fyrir for­seta­kosningarnar 5. nóvember. Hátt vöru­verð hefur verið að gera fram­boði Kamala Har­ris for­seta­efni Demó­krata sér­stak­lega erfitt fyrir sam­kvæmt FT.

Banda­ríski seðla­bankinn á­kvað í síðasta mánuði að hefja vaxta­lækkunar­ferli sitt með 50 punkta lækkun en von er á næstu vaxta­á­kvörðun í næstu viku.

Sam­kvæmt FT er seðla­bankanum að takast hið ó­trú­lega með því að ná verð­bólgunni niður án þess að höggva í vinnu­markaðinn. Í síðasta mánuði fjölgaði störfum um 254 þúsund en greiningar­aðilar höfðu spáð um 150 þúsund störfum.

Verð­bólga mældist hæst 9,1% í Banda­ríkjunum árið 2022 og er nú komin í 2,4% án sam­dráttar, hag­fræðingum til mikillar undrunar.

John Willi­ams, banka­stjóri seðla­bankans í New York, sagði í sam­tali við FT í vikunni að seðla­bankinn væri í kjör­stöðu til að ná svo­kallaðri mjúkri lendingu.

Sam­kvæmt hreyfingum á skulda­bréfa­markaði og vaxta­skipta­samningum telja fjár­festar meiri líkur á 25 punkta lækkun í næstu viku fremur en 50 punkta lækkun.