Sýn verður með út­sendingar­rétt á enska boltanum eftir næsta tíma­bil, sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins en mbl.is greindi fyrst frá.

Sam­kvæmt heimildum er Sýn að greiða sam­bæri­legt verð fyrir enska boltann og Síminn greiddi árið 2021 með til­liti til verð­breytinga. Síminn greiddi rúma þrjá milljarða fyrir sýningar­réttinn árin 2022 til 2025 eða um 1 til 1,1 milljarð fyrir hvert keppnis­tímabil.

Má því áætla að Sýn sé að greiða hátt í fjóra milljarða fyrir sýningar­réttinn en markaðs­virði Sýnar í Kaup­höllinni er rúmir átta milljarðar.

Enska úr­vals­deildin færðist frá Stöð 2 Sport yfir til Sjón­varps Símans árið 2019 í kjöl­far út­boðs um réttinn árið 2018.

Síðan var nýr samningur til þriggja tíma­bila gerður við Símann árið 2021.

Í seinna út­boðinu árið 2021 var mikil sam­keppni milli Símans, Sýnar og Viaplay og var farið í þrjár út­boð­s­um­ferðir.

Nú­verandi út­boðs­ferli er enn í gangi og verður til­kynnt um niður­stöðuna á næstu dögum.