Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur hafið nýja klíníska rannsókn með frumlyfinu glasmacinal, en það er heitið á fyrsta lyfjakandídat félagsins sem hét áður EP395.
Klíníska rannsóknin er sú fimmta á vegum fyrirtækisins sem vinnur nú að þróun á lyfjum við langvinnum öndunarvegasjúkdómum.
Frumlyfi félagsins, glasmacinal, er ætlað að bæta úr vöntun á meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga með lungnaþembu, sem er jafnframt þriðja stærsta dánarorsökin á heimsvísu. Tilgangur rannsóknarinnar þá að greina frekar áhrif lyfsins á fyrstu varnarviðbrögð líkamans.
EpiEndo segir að fyrsta rannsóknin hafi sýnt að glasmacinal auki verulega varnarviðbrögð líkamans við áreiti sem verður til við innöndun. Markmiðið með seinni rannsókninni var þá að kanna virkni með minni skömmtum af glasmacinal en notaðir voru í fyrri rannsókninni.
Rannsóknin er framkvæmd við Fraunhofer Institute for Toxicology and Experimental Medicine í Þýskalandi undir stjórn prófessors Dr. Jens Hohlfeld, sviðsstjóra öndunarfærarannsókna.
„Við höfum í gegnum bæði grunnrannsóknir okkar og síðar klínískar rannsóknir öðlast betri skilning á virkni glasmacinal og möguleikum lyfsins til að vera áhrifaríkt meðferðarúrræði fyrir sjúklinga með lungnaþembu,“ segir Dr. Ginny Norris, læknir og þróunarstjóri EpiEndo.