Skakkiturn, umboðsaðili Apple á Íslandi, hagnaðist um 467 milljónir króna árið 2023 samanborið við 454 milljónir króna árið 2022. Félagið hyggst ekki greiða út arð vegna síðasta rekstrarárs.

Skakkiturn, umboðsaðili Apple á Íslandi, hagnaðist um 467 milljónir króna árið 2023 samanborið við 454 milljónir króna árið 2022. Félagið hyggst ekki greiða út arð vegna síðasta rekstrarárs.

Rekstrartekjur Skakkaturns - sem rekur verslun og verkstæði við Laugaveg í Reykjavík auk verslunar í Smáralind í Kópavogi - námu 8.356 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 1% frá fyrra ári.

Framlegð stóð nánast í stað og nam 1.067 milljónum. Rekstrarhagnaður félagsins lækkaði úr 592 milljónum í 553 milljónir milli ára. Ársverk voru 27,2 í fyrra samanborið við 27,9 árið 2022.

Eignir Skakkaturns voru bókfærðar á 1,8 milljarða króna í lok síðasta árs og eigið fé nam einum milljarði króna. Félagið greiddi út 362 milljónir í arð á síðasta ári.

Skakkiturn er í eigu GE Capital Invest ehf., fjárfestingarfélags Guðna Rafns Eiríkssonar.

Guðni Rafn Eiríksson er eigandi Skakkaturns.
Guðni Rafn Eiríksson er eigandi Skakkaturns.
© Aðsend mynd (AÐSEND)