Hérská viðskiptastefna Trump, sem hann hefur sett í forgrunn annarrar forsetatíðar sinnar í Hvíta húsinu, hafði neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði á fyrsta ársfjórðungi. Fjárfestar segja nýja tollana, sem kynntir voru á miðvikudag, vera meiri en búist hafði verið við.
Helstu evrópsku hlutabréfavísitölurnar hafa lækkað í kringum prósent í dag. Breska FTSE100 hefur lækkað um 1,5%, þýska DAX um 1,63% og franska CAC 40 um 2,04%.
Financial Times veltir því upp morgun hvort Donald Trump hafi í gærkvöldi komið af stað viðskipta- og tollastríði í heiminum.
„Þetta er verra en búist var við, það er ekki hægt að fegra þetta,“ sagði Zhikai Chen, yfirmaður hlutabréfa á nýmarkaðssvæðum hjá BNP Paribas Asset Management.
Trump sagði að 10 prósenta tollur myndi gilda fyrir nær allar innflutningsvörur til Bandaríkjanna frá og með 5. apríl, og að tugir ríkja, þar á meðal Kína, myndu sæta frekari „gagnkvæmum“ tollum frá og með 9. apríl.
Í ljósi áhyggja fjárfesta um mögulegt tjón á bandarísku hagkerfi vegna tollanna, hófu kaupmenn að veðja á möguleika á fjórðu stýrivaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna á árinu. Fram að miðvikudegi höfðu fjárfestar aðeins gert ráð fyrir þremur lækkunum.
Ákvarðanir Trump um tolla á einstök lönd byggja ekki á hversu háa tolla þau lönd leggja á Bandaríkin, heldur eru tollarnir hærri eftir því sem viðskiptahalli Bandaríkjanna er meiri við viðkomandi land.