Enn eru miklar líkur eru á efnahagskreppu í Bandaríkjunum að því er fram kemur í könnun, sem Wall Street Journal birti í vikunni. Könnunin er gerð á meðal hagfræðinga í viðskiptalífinu og fræðasamfélaginu.
Samkvæmt könnunni eru nú taldar 61% líkur á kreppu á næstu tólf mánuðum. Líkurnar í sambærilegri könnun, sem gerð var í október voru 63%. Þá mældist verðbólga 8,2% en nú mælist nún 6,5%.
Seðlabanki Bandaríkjanna hafði upphaflega vonast eftir mjúkri lendingu. Að með því að hækka vexti næði hann að hægja á hagkerfinu í stað þess að kalla fram samdrátt. Þrír fjórðu svarenda í könnuninni telja hins vegar að seðlabankinn muni ekki ná mjúkri lendingu á yfirstandandi ári. Minni verðbólga nú þýðir samt að öllum líkindum minni vaxtahækkanir.
Nánar er fjallað um máið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.