Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti hefur tilkynnti í dag að hann myndi beita sér fyrir því að forseta- og þingkosningar í landinu yrði flýtt um mánuð og fari fram 14. maí næstkomandi.

Samkvæmt skoðanakönnumum er stuðningur við flokk Erdogan, Réttlætis- og þróunarflokksins, sögulega lítill. Tyrkland glímir nú við óðaverðbólgu, 10% atvinnuleysi og gjaldeyriskrísu sem hafa leitt til mikillar kaupmáttarýrnunar hjá almenningi. Flokkurinn, sem hefur verið við völd í tvo áratugi, á því undir höggi að sækja í komandi kosningum.

Dagsetningin er engin tilviljun en fyrstu lýðræðislegu fjölflokkakosningarnar í Tyrklandi voru haldnar 14. maí 1950. Adnan Menderes forsætisráðherra vann þá kosningasigur gegn Lýðræðisflokknum CHP, sem er einnig stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir komandi kosningar.

„Þann 14. maí 1950 sagði Menderes heitinn „Nóg er nóg, þjóðin verður hafa sitt að segja“ og uppskar frækinn kosningasigur,“ sagði Erdogan í ræðu á flokksfundi Réttlætis- og þróunarflokksins í dag. „Sama dag 73 árum síðar mun þjóðin okkar segja nóg komið af þessum valdaránsprökkurum og vanhæfu frambjóðendur sem bjóða sig fram gegn okkur. Ég kalla eftir að þingið geri það sem nauðsyn krefur.“

Erdogan hefur áður sagt að kosningarnar, sem stendur til að fari fram 18. júní, verði flýtt fram þannig að þær stangist ekki á við sumarfrí fólks. Þing og kjörráð Tyrklands þurfa að samþykkja nýju dagsetninguna.