Hluta­bréfa­markaðurinn í Banda­ríkjunum hefur farið brösug­lega á nýju ári og hefur S&P 500 vísi­talan lækkað um 1,7% á fyrstu þremur við­skipta­dögum ársins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal halda sumir fjár­festar fast í mýtuna um að gengi markaða í janúar muni endur­spegla árið í heild en fyrstu dagarnir gáfu ekki mikið til­efni til bjart­sýni.

Á fyrsta við­skipta­degi ársins tóku helstu hluta­bréf væna dýfu og fór Nas­daq vís­talan niður um 1,6% sam­hliða því að á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa hækkaði.

Hluta­bréfa­markaðurinn í Banda­ríkjunum hefur farið brösug­lega á nýju ári og hefur S&P 500 vísi­talan lækkað um 1,7% á fyrstu þremur við­skipta­dögum ársins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal halda sumir fjár­festar fast í mýtuna um að gengi markaða í janúar muni endur­spegla árið í heild en fyrstu dagarnir gáfu ekki mikið til­efni til bjart­sýni.

Á fyrsta við­skipta­degi ársins tóku helstu hluta­bréf væna dýfu og fór Nas­daq vís­talan niður um 1,6% sam­hliða því að á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa hækkaði.

Neikvæð fylgni S&P 500 og skuldabréfa

Í lok árs í fyrra, eftir að Jerome Powell seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna kynnti á­form um vaxta­lækkanir, tók hluta­bréfa­markaðurinn veru­lega við sér en sam­kvæmt WSJ er smá titringur á mörkuðum núna um hvort fjár­festar hafi verið að­eins of fljótir á sér.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa til tíu ára hefur einungis þrí­vegis síðan 1989 lækkað jafn hratt og síðustu tveimur mánuðum ársins. Það ætti því engan að undra að krafan á ríkis­skulda­bréf sveiflaðist ör­lítið til baka.

Það sem er ó­vana­legt er að hluta­bréf og skulda­bréf hafa verið að færast í sitt­hvora áttina. Níu­tíu daga fylgni milli S&P 500 og 10 ára ríkis­skulda­bréfa hefur ekki verið jafn nei­kvæð í Banda­ríkjunum á þessari öld.

Svo virðist sem fjár­festar vestan­hafs á­kváðu frá októ­ber og til árs­loka að verð­bólgan væri að hjaðna og hægt væri að njóta góðs af bæði hárri á­vöxtunar­kröfu og hækkunum á hluta­bréfa­mörkuðum en S&P 500 vísi­talan hækkaði um 15% á átta vikna tíma­bili.

Á þriðju­daginn virðist sem að til­trú markaðarins á yfirvofandi vaxta­lækkunum hafi gefið ör­lítið eftir og fór gengi hlutabréfa að lækka.

Hluta­bréf vaxtar­fyrir­tækja, sem sögu­lega eru við­kvæmari fyrir hærri á­vöxtunar­kröfu ríkis­skulda­bréfa þar sem þau eru ekki byrjuð að skila hagnaði, áttu sinn versta dag á markaði síðan í októ­ber. Rus­sel 1000 vaxtar­vísi­talan lækkaði um 1,6% á þriðju­daginn.

Sveiflur í miðri viku

Á mið­viku­daginn ýttu já­kvæðar hag­tölur á­vöxtunar­kröfu tíu ára ríkis­skulda­bréfa yfir 4% en fleiri laus störf voru á markaði en hag­fræðingar höfðu spáð sam­hliða því að fram­leiðni væri að aukast. Hærri á­vöxtunar­krafa hafði aftur nei­kvæð á­hrif á hluta­bréfa­markaðinn.

Í gær byrjaði markaðurinn með sam­bæri­legum hætti og síðast­liðna tvo ára­tugi er hluta­bréf og krafan á ríkis­skulda­bréf hækkuðu í sam­einingu.

Þetta breyttist þó er leið á daginn og voru miklar sveiflur hjá fyrir­tækjum í S&P 500 vísi­tölunni en stóru tækni­fyrir­tækin sem mynda um 30% af markaðs­virði vísi­tölunnar drógu heildar­myndina niður á við.

Verðbólga og vaxtaákvarðanir

Sam­kvæmt WSJ má ekki lesa of mikið í sveiflur gær­dagsins en það gæti verið að hækkandi á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa hafi valdið titringi á hluta­bréfa­markaði en svo gæti líka verið tölu­verður sölu­þrýstingur frá fjár­festum sem keyptu bréf í lok árs og nutu góðs af hækkunum síðustu tvo mánuði.

Að mati blaðsins muni fregnir af verð­bólgu og vaxta­á­kvarðanir ein­kenna fyrstu mánuði ársins hvort sem seðla­bankinn muni lækka vexti í mars eins og fjár­festar vona eður ei.

Þetta gæti orðið vanda­samir mánuðir fyrir þá sem kaupa skulda­bréf til að verja sig gegn lækkunum á hluta­bréfa­markaði því sveiflurnar á hluta­bréfa- og skulda­bréfa­markaði gætu orðið miklar næstu vikurnar.