Konung­ríkið Sádi-Arabía stendur frammi fyrir erfiðum fjár­hags­legum á­kvörðunum á næstunni en sam­kvæmt The Wall Street Journal heldur skuld­setning ríkisins áfram að aukast þrátt fyrir gríðar­legar tekjur.

Sádarnir sóttu sér ný­verið 11,2 milljarða Banda­ríkja­dali með hluta­fjár­út­boði í krúnu­djásni konungs­ríkisins, Saudi Aramco.

Sam­hliða því seldi þjóðar­sjóður Sáda hluta­bréf í banda­rískum fyrir­tækjum fyrir um 15 milljarða dali en konung­ríkið er að dæla peningum í draum­sýn krón­prinsins Mohammed bin Sal­man, Vision 2030.

Verk­efnið snýr að því að auka fjöl­breytni í efna­hag landsins en um er að ræða mikið af afar fram­sæknum hug­myndum sem eru bæði kostnaðar­samar og verða ekki arð­bærar fyrr en eftir ára­tugi.

Konung­ríkið Sádi-Arabía stendur frammi fyrir erfiðum fjár­hags­legum á­kvörðunum á næstunni en sam­kvæmt The Wall Street Journal heldur skuld­setning ríkisins áfram að aukast þrátt fyrir gríðar­legar tekjur.

Sádarnir sóttu sér ný­verið 11,2 milljarða Banda­ríkja­dali með hluta­fjár­út­boði í krúnu­djásni konungs­ríkisins, Saudi Aramco.

Sam­hliða því seldi þjóðar­sjóður Sáda hluta­bréf í banda­rískum fyrir­tækjum fyrir um 15 milljarða dali en konung­ríkið er að dæla peningum í draum­sýn krón­prinsins Mohammed bin Sal­man, Vision 2030.

Verk­efnið snýr að því að auka fjöl­breytni í efna­hag landsins en um er að ræða mikið af afar fram­sæknum hug­myndum sem eru bæði kostnaðar­samar og verða ekki arð­bærar fyrr en eftir ára­tugi.

Ásættanlegur halli

Mohammed al-Jada­an fjár­mála­ráð­herra Sádi Arabíu sagði ný­verið að halli ríkis­sjóðs, sem er um 2% af lands­fram­leiðslu, væri á­sættan­legur eins og staðan er núna.
„Svo lengi sem hallinn sé til­kominn vegna fram­sækinna verk­efna, þá held ég þetta sé já­kvætt,“ sagði Mohammed al-Jada­an í við­tali við CNBC á dögunum.

Hins vegar er Saudi Aramco ekki sama peninga­vélin og áður fyrir konungs­fjöl­skylduna.

Upp­haf­lega stóð til að selja hluti fyrir um 40 til 50 milljarða dali í olíu­fyrir­tækinu í ár en á endanum á­kvað fjöl­skyldan að selja 0,64% hlut á 11,2 milljarða.

Markaðs­virði 97% hlutar konungs­fjöl­skyldunnar er metinn á 1,8 billjónir (e. trillion) dali en þar sem fé­lagið er skráð í kaup­höllina í Sádi-Arabíu hefur gengið illa að fá stóra fjár­festinga­sjóði til að fjár­festa í því.

Stærð Vision 2030 er þó það sem flestir eru sagðir hræðast en draum­sýn MBS er langt frá því að vera ódýr.

Í fyrra lagði Þjóðar­sjóður Sáda hinni svo­kölluðu Línu­borg til 48 milljarða dala, fjár­festi 100 milljörðum í ör­flögu­tækni og stofnaði nýtt flug­fé­lag, Ri­ya­dh Air, svo dæmi séu tekin.

Þjóðar­sjóðurinn hefur einnig komið að fjár­mögnun ýmissa í­þrótta­verk­efna í landinu eins og sam­einingu LIVE Golf og PGA-mótaraðarinnar sam­hliða því að borga himin­hátt kaup knatt­spyrnu­manna í sá­diarabísku úr­vals­deildinni.

Sjóðurinn greiddi einnig 35 milljarða dala fyrir nýjar flug­vélar frá Boeing og þá er á döfinni að fjár­festa í raf­í­þróttum fyrir 38 milljarða dala sem og byrja að fram­leiða raf­bíla.

Eigna­staða Þjóðar­sjóðs Sáda féll um 80% frá árs­lokum 2020 og út þriðja árs­fjórðung þessa árs.

Sam­kvæmt sér­fræðingum sem The Wall Street Journal ræðir þarf sádí-arabíska ríkið að leggja sjóðnum til hundruð milljóna dala á næstunni.