Heildarafkoma Sjóvá á öðrum ársfjórðungi var neikvæð sem nemur 153 milljónum króna. Þá var hagnaður af vátryggingarstarfsemi fyrirtækisins fyrir skatta 137 milljónir króna en tap af fjárfestingastarfsemi nam 328 milljónum króna fyrir skatta. Til samanburðar nam heildarhagnaður á öðrum ársfjórðungi á síðasta ári 3 milljarðar króna. Þá töpuðu þeir mest á hlutafjáreign sinni í Eimskipum og Iceland Seafood, samanlagt 750 milljónum króna.
Til samanburðar nam heildarhagnaður á öðrum ársfjórðungi á síðasta ári 3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.
Horfur fyrir árið 2022
Horfur fyrir árið 2022 eru óbreyttar og gerir félagið ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi félagsins fyrir skatta verði á bilinu 1.400 – 1.800 milljónum króna en þá jafnframt er gert ráð fyrir að samsett hlutfall fyrirtækisins verði á bilinu 95% - 97%.
Í einföldu máli segir samsett hlutfall til um rekstur vátryggingarhluta tryggingafélags og er reiknað: Rekstrarkostnaður vegna vátryggingarstarfsemi + tjónagreiðslur / iðgjöld.
Ef hlutfallið er yfir 100% þá er tap á rekstri vátryggingarhlutanum en afgangur ef að hlutfallið er undir 100%.
Hermann Björnsson, forstjóri:
„Niðurstaða annars ársfjórðungs er viðunandi þegar horft er til undirliggjandi þátta í rekstri tímabilsins.
Hagnaður er af vátryggingastarfsemi á tímabilinu sem verður að teljast afar gott þegar haft er í huga að í maí ráðstafaði Sjóvá, eitt tryggingafélaga, um 600 m.kr. til viðskiptavina í formi endurgreiðslu. Endurgreiðslan samsvarar fjárhæð eins mánaðar iðgjaldi lögboðinna ökutækjatrygginga. Þetta er í annað sinn sem Sjóvá ráðstafar fjármunum til viðskiptavina sinna með þessum hætti. Ráðstöfunin hefur mælst afar vel fyrir hjá viðskiptavinum sem og öðrum og leitt af sér ný viðskipti ásamt aukinni tryggð núverandi viðskiptavina, sem hefur aldrei mælst meiri en nú."