Pier Sil­vio Berlu­sconi, elsti sonur fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Ítalíu, Sil­vio Berlu­sconi, greindi frá því í gær að hann hyggst ekki feta í fót­spor föður síns og taka þátt í stjórn­málum á Ítalíu. Þess í stað hefur hann í hyggju að sjá um fjöl­miðla­sam­steypu fjöl­skyldunnar.

„Ég held mér líki við hug­myndina um að fara í pólitík en ég veit í raun að það er alls ekki fyrir mig,“ sagði Pier Sil­vio á við­burði í höfuð­stöðvum Media­set rétt hjá Milanó en Bloom­berg greinir frá.

Hann bætti við að hann væri í raun við­skipta­maður mun fremur en stjórn­mála­maður.

Pier Sil­vio Berlu­sconi, elsti sonur fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Ítalíu, Sil­vio Berlu­sconi, greindi frá því í gær að hann hyggst ekki feta í fót­spor föður síns og taka þátt í stjórn­málum á Ítalíu. Þess í stað hefur hann í hyggju að sjá um fjöl­miðla­sam­steypu fjöl­skyldunnar.

„Ég held mér líki við hug­myndina um að fara í pólitík en ég veit í raun að það er alls ekki fyrir mig,“ sagði Pier Sil­vio á við­burði í höfuð­stöðvum Media­set rétt hjá Milanó en Bloom­berg greinir frá.

Hann bætti við að hann væri í raun við­skipta­maður mun fremur en stjórn­mála­maður.

Miklar vanga­veltur hafa verið um hvort Pier myndi feta í fót­spor föður síns en hann sló það út af borðinu í gær. Pier Sil­vio viður­kenndi að faðir sinn hafi reynt fyrir ára­tug síðan að fá sig í fram­boð fyrir hægri-miðju­flokkinn Forza Itali­a.

Hann hafnaði því síðan al­farið að hafa kostað skoðana­könnun til að kanna mögu­leika sína á fram­boði.

MFE-Medi­a­For­Europe, betur þekkt sem Media­set, er stærsta fjöl­miðla­sam­steypa Ítalíu. Sam­stæðan hefur unnið að því á síðustu árum að sækja fram með ó­keypis sjón­varps­stöðvum á Spáni og í Þýska­landi.

Pier Sil­vio og systir hans Marina Berlu­sconi tóku fyrir fjöl­miðla­veldi föður síns í fyrra en sam­stæða er metinn á um sjö milljarða evra eða um 1.045 milljarða ís­lenskra króna.

Forza Itali­a styður hægri stjórn Giorgia Meloni og er for­maður flokksins Antonio Tajani utan­ríkis­ráð­herra.

„Það er gott fyrir Ítalíu að vera í stöðugum höndum. Það er já­kvætt fyrir al­menning og frum­kvöðla,“ sagði Pier Sil­vio

Pier Silvio Berlusconi forstjóri Mediaset.
© epa (epa)