„Það virðist vera orðinn einhversskonar þjónustuskortur í heilbrigðiskerfinu, framboðsskortur af læknis- og annarri heilbrigðisþjónustu. Fólk fær ekki tíma á heilsugæslu. Fólk leitar meira til sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Eftirpurnin er orðin svo mikil að einkastofurnar hafa getað sett á viðbótargjald fyrir utan samninginn við sjúkratryggingar, sem rann út árið 2018.“ Segir Magnús Baldvinsson, röntgenlæknir og eigandi Læknisfræðilegrar myndgreiningar, aðspurður um stöðuna í heilbrigðiskerfinu.„Við höfum ekki lagt á viðbótargjöld, heldur mætt samningsleysinu með öðrum hætti.“
Deilurnar sem nú bera á góma, snúa að því hvort kerfið sé vanfjármagnað, eða hvort það sé til staðar sóun í kerfinu. Magnús telur að sóunin sé að einhverju leiti falin í framlegð starfsmanna. „Hjá okkur vitum við nákvæmlega hvað við erum að gera, hvað hver og einn læknir gerir mikið á hverri klukkustund eða á dag. Hjá hinu opinbera liggja þessi gögn hinsvegar ekki fyrir. En það er að sjálfsögðu erfitt að bera samana einfalda dagvinnuþjónustu við rekstur sjúkrahúss."
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.