Sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson hyggst segja upp um 1.400 starfsmönnum félagsins í Svíþjóð. Fyrirtækið er í samstarfi við sænsk stéttarfélög um framkvæmd hópuppsagnarinnar.

Félagið hefur nú þegar tilkynnt um 880 milljón dala niðurskurð á þessu ári, en eftirspurn eftir vörum félagsins hefur dregist verulega saman á fjölmörgum mörkuðum, þar á meðal í Norður-Ameríku.

Talið er að félagið muni tilkynna fleiri hópuppsagnir í öðrum löndum á komandi dögum og vikum. Ericsson réðst síðast í álíka hópuppsagnir árið 2017 þegar það sagði upp þúsundum starfsmanna til að koma rekstrinum á réttan kjöl.