Sænski fjarskiptarisinn Ericcson tilkynnti í dag að hann hyggist fækka störfum um 1.400 í Svíþjóð. Líklega verður tilkynnt um frekari uppsagnir, sem ná til yfir þúsund manns í öðrum löndum, á næstu dögum samkvæmt heimildarmönnum Reuters.
Aðgerðin er hluti af áætlun fyrirtækisins um að lækka kostnað um 9 milljarða sænskra króna eða um 125 milljarða íslenskra króna fyrir árslok 2023, m.a. þar sem eftirspurn hefur dregist saman á nokkrum mörkuðum, þar á meðal í Norður-Ameríku.
Ericsson réðst síðast í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir árið 2017 þegar fjarskiptafélagið sagði upp þúsundum starfsmanna.